Fara í efni

Fréttir

Sauðárkrókur
03.09.2013

Um 2000 manns sjá sýningu Kristjáns C. Magnússonar

Ljósmyndir úr eigu Kristjáns C. Magnússonar hafa verið til sýnis í Safnahúsinu í allt sumar og hafa um 2000 manns ritað nafn sitt í gestabók. Viljum við þakka gestum komuna og allar þær upplýsingar sem við höfum fengið um þær myndir sem hafa verið til sýnis.
Nýjar myndir á Ljósmyndavefnum
22.11.2012

Nýjar myndir á Ljósmyndavefnum

Að undanförnu hefur verið unnið að því að setja inn ljósmyndir á vef safnsins. Nú hafa bættst við 500 ljósmyndir, sem safninu bárust frá fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins Feykis og eru myndir frá blaðinu nú tæplega 1100. Hægt er að sjá myndirnar á vefnumwww.skagafjordur.is/myndir, velja Héraðsskjalasafn og fara að leita. Með því að setja Feykir í leitarreit er hægt að kalla fram allar myndir úr því safni.