Byggingarár: 1942
Heiti: Birkihlíð
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Björn Björnsson
Saga: Björn Björnsson lét byggja húsið Birkihlíð árið 1942 og er það úr timbri. Húsið er ein hæð með steyptum kjallara og risi. Um tíma var húsið múrhúðað en árið 2006 var það klætt með bárujárni.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Látlaust timburhús á háum grunni.
- Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús.
- Umhverfisgildi - Hátt - Húsið stendur á áberandi stað í brekkunni ofan Skógargötu.
- Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur lítið breyst að forminu til en var forskalað og síðar klætt með bárujárni.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Nýlega uppgert.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið fellur vel að nærliggjandi umhverfi, er hluti götumyndar og hefur haldið ágætlega upprunaleika.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu