Stofnskrá Listasafns Skagfirðinga
1. grein
Listasafn Skagfirðinga er í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar og heimili þess er Safnahús við Faxatorg, 550 Sauðárkróki. Starfssvæði listasafnsins er Skagafjörður.
2. grein
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar er stjórnarnefnd safnsins en héraðsskjalavörður Skagfirðinga veitir safninu forstöðu.
3. grein
Sveitarfélagið Skagafjörður leggur listasafninu til rekstrarfé. Listasafnið starfar í almannaþágu og er ekki rekið í hagnaðarsyni. Listaverk í eigu og/eða umsjón Listasafns Skagfirðinga eru leigð út til stofnanna á starfssvæði listasafnsins samkvæmt samþykktri gjaldskrá listasafnsins. Forstöðumanni er heimilt að nýta leigutekjurnar til kaupa á listaverkum og viðhaldi safnkosts. Öll listaverkakaup umfram árlegar leigutekjur skal leggja fyrir stjórnarnefnd safnsins.
4. grein
Starfsemi Listasafns Skagfirðinga heyrir undir safnalög, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og skil á menningarverðmætum til annarra landa og önnur lög og sáttmála sem varða starfsemi þess.
5. grein
Reikningar listasafnsins eru færðir í bókhaldskerfi Skagafjarðar. Fjárhagur safnsins er aðskilinn frá öðrum rekstri sveitarfélagsins. Reikningar eru endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda og afgreiddir samkvæmt sveitarstjórnarlögum.
6. grein
Héraðsskjalavörður gerir fjárhagsáætlun fyrir listasafnið og leggur fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar til umfjöllunar. Fjárhagsgerð skal lokið ár hvert fyrir 15. desember samkvæmt sveitarstjórnarlögum.
7. grein
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar ræður héraðsskjalavörð. Héraðsskjalavörður skal hafa sérfræðimenntun sem nýtist í starfi og þekkingu á opinberri stjórnsýslu.
Héraðsskjalavörður fer með daglega stjórn listasafnsins og ber ábyrgð á að unnið sé eftir þeim stefnum sem sveitarfélagið setur um starfsemi sína ásamt samþykktri safnastefnu safnsins.
8. grein
Helstu verkefni Listasafns Skagfirðinga eru:
- Að safna, miðla, varðveita og skrá listaverk í eigu safnsins og í samræmi við söfnunarstefnu safnsins.
- Að vera ráðgefandi um meðhöndlun listaverka innan sveitarfélagsins.
- Að sjá um innkaup á listaverkum fyrir hönd sveitarfélagsins.
- Sjá um útlán listaverka til stofnanna sveitarfélagsins og annarra aðila.
9. grein
Stofnskrá Listasafns Skagfirðinga var samþykkt af sveitarstjórn Skagafjarðar þann 23. október 2024 og öðlaðist þar með gildi.