Byggingarár: 1906
Heiti: Kirkjuhvoll
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Steindór Jóhannesson
Saga: Húsið Kirkjuhvoll er timburhús byggt árið 1906 af Steindóri Jóhannessyni verslunarmanni. Síðar eignaðist Friðrik Hansen kennari það. Húsinu hefur verið mikið breytt. Hæð með háu porti og risi bætt ofan á það ásamt kvistum og viðbyggingu til vesturs. Gluggagerð hefur breyst í gegnum tíðina, um tíma voru rammar og fög en síðar krosspóstar og enn síðar ósamhverf skipan með einpósta gluggum. Á tímabili var húsið klætt með hömruðu járni eins og sjá má á ljósmynd frá 1942. Á tíunda áratug 20. aldar var húsið klætt með liggjandi borðaklæðningu og settir krosspósta gluggar og hurða og gluggafaldar. Fært í gamla stílinn.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Erfitt er að flokka húsið í einhvern byggingarstíl eftir nýjustu breytingar. Hefur að miklu leyti haldið ásýnd eldra húss þó viðbyggingin dragi nokkuð úr þeirri upplifun.
- Menningarsögulegt gildi - Lágt - Húsið hefur lítið menningarsögulegt gildi.
- Umhverfisgildi - Hátt - Hluti götumyndar við Skógargötu og stendur sem mikilvægur bakgrunnur fyrir kirkjuna.
- Upprunalegt gildi - Lágt - Húsinu hefur verið mikið breytt. Byggt ofan á það porthæð, bætt við kvisti og viðbygging til vesturs. Þó hefur verið reynt að sumu leyti að setja húsið í fyrra horf með vali á klæðningu og gluggagerð.
- Tæknilegt ástand - Hátt- Húsið er í góðu ástandi.
- Varðveislugildi - Hátt - Húsið er friðað vegna aldurs. Hefur fyrst og fremst varðveislugildi vegna aldurs og umhverfis.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu