Fara í efni

Lindargata 5b

Byggingarár: 1954

Heiti: Lindargata 5b

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Margeir H. Valberg

Lindargata 5b. SFA 2018.

Saga: Lindargata 5b er bakhús sem stendur að hluta til aftan við Lindargötu 5. Húsið var byggt árið 1954 úr timbri sem var múrhúðað en þá var húsið notað sem verslun og reiðhjólaverkstæði. Síðar var byggt austan við húsið úr holsteini og hefur því lítið verið breytt síðan nema byggð hefur verið við það lítil forstofubygging úr timbri.

Lindargata 5b. Mynd úr safni Kristjáns C. Magnússonar. Mynd úr safni HSk. KCM339.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Húsið er byggt upp úr skúr sem síðar var breytt í íbúðarhús og hefur lítið varðveislugildi út frá sjónarmiði byggingarlistar. 
      • Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús. Hefur lítið menningarsögulegt gildi.
      • Umhverfisgildi - Lágt - Húsið er ekki hluti götumyndar heldur stendur á bak við önnur hús og fellur illa að umhverfinu.
      • Upprunalegt gildi - Lágt - Byggt hefur verið við húsið til austurs en lítið er vitað um upprunalega gerð þess.
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
      • Varðveislugildi - Lágt - Húsið er í þokkalegu ástandi en fellur illa að umhverfinu.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu