Byggingarár: 1897
Heiti: Ólafshús
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Ólafur Jónsson
Saga: Timburhúsið Ólafshús sem stendur við Aðalgötu 15 var byggt árið 1897 af Ólafi Jónssyni söðlasmið frá Dæli. Í húsinu var Ólafur með söðlaverkstæði. Fyrsta lyfjaverslun Sauðárkróks og Sparisjóður Sauðárkróks og Búnaðarbankinn voru hér til húsa. Frímúrarastúkan átti húsið um árabil og síðast var þar veitingarekstur. Húsið hefur tekið nokkrum breytingum frá upphaflegri gerð. Byggt hefur verið við norður hlið hússins og það notað m.a. sem anddyri. Síðan hefur verið byggður salur út frá suðurhlið og síðast kom viðbygging aftan við húsið. Húsið hefur jafnframt verið múrhúðað og gluggagerð breyst.
Varðveislugildi:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Aðalhúsið heldur yfirbragði síns byggingarstíls þrátt fyrir nokkrar breytingar á húsinu.
- Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Eitt af elstu húsum bæjarins og í því hefur verið ýmiss konar verslunar- og þjónustustarfsemi.
- Umhverfisgildi - Hátt - Mikilvægur hluti götumyndar vestan Aðalgötu.
- Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsinu hefur verið breytt nokkuð. Áhrifamestu breytingarnar eru viðbyggingarnar en þær eru að öllum líkendum afturkræfar. Forskalað.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsinu hefur verið ágætlega haldið við.
- Varðveislugildi - Hátt - Friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu