Byggingarár: 1960
Heiti: Hótel Mælifell
Hönnuður: Ekki vitað
Fyrsti eigandi: Alþýðufélagið
Saga: Hótel Mælifell sem stendur við Aðalgötu 7 er tveggja hæða hús, byggt úr steinsteypu árið 1960. Hefur verið notað sem hótel og síðar skemmtistaður. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á húsinu. Afgreiðslulúga var sett á austurhlið til hliðar við útidyrahurð og gluggagerð breytt sem hafði afgerandi áhrif á ásýnd hússins. Einnig var byggt við húsið vestan megin.
Varðveislugildi:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Húsið bar í upphafi einkenni módernisma en breytingarnar á húsinu hafa að miklu leyti afmáð þau einkenni.
- Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Í húsinu var fyrst starfrækt hótel og veitingastaður en síðari ár hefur hér verið rekinn skemmtistaður.
- Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti götumyndar Aðalgötu.
- Upprunalegt gildi - Lágt - Húsið hefur haldið sér að forminu til en þær breytingar sem gerðar hafa verið hafa haft mikil áhrif
ásýnd hússins. - Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi en þarfnast viðhalds.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi. Varðveislugildi þess myndi hækka ef það væri fært meira til upprunalegs útlits.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu