Fara í efni

Hlíðarstígur 2

Byggingarár: 1931

Heiti: Litlidalur

Hönnuður

Fyrsti eigandi: Jón Jóhannesson

Hlíðarstígur 2. SFA 2018.

Saga: Jón Jóhannesson byggði húsið árið 1932 og nefndi það Litladal. Húsið er steinsteypt og nær óbreytt frá upphaflegri gerð. Þó hefur gluggagerð verið breytt eftir 1980. Hún var krosspósta en var breytt í einpósta gluggagerð.  

 

Hlíðarstígur 2 um 1950-1970. Ljósmyndari Kristján C. Magnússon. Úr safni HSk, KCM 412.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Gott dæmi um lítið og látlaust steinsteypuhús sem voru algeng á tímabilinu 1915 til 1930.
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Gott dæmi um hús alþýðu á krepputímum.
   • Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið er hluti götulínunnar upp Kirkjuklaufina.
   • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur tekið litlum breytingum.
   • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ásigkomulagi og verið er að gera það upp (2018).
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er mikilvægur hluti sérstakrar götumyndar Kirkjuklaufar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu