Fara í efni

Hlíðarstígur 4

Byggingarár: 1955

Heiti:

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Sölvi Sölvason

Hlíðarstígur 4. SFA 2018.

Saga: Sölvi Sölvason vélstjóri byggði húsið við Hlíðarstíg 4 árið 1955, en það er hlaðið úr holsteini, ein hæð með risi. Húsið hefur ekki breyst mikið frá upphaflegri gerð sinni. Klætt með trapisu bárujárni í seinni tíð og gluggagerð breytt (óvíst um ártal).

Hlíðarstígur 4 um 1950-1970. Ljósmyndari Kristján C. Magnússon. Úr safni HSk, KCM 412.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Látlaust og hefðbundið steinhús frá miðri síðustu öld. Breytingar hafa rýrt listrænt gildi hússins.
      • Menningarsögulegt gildi - Lágt - Hefur ekkert sérstakt menningarsögulegt gildi.
      • Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti götulínu í Kirkjuklauf, húsið fellur vel að umhverfinu.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Upphaflega mátti sjá áhrif norræns funksjónalisma en breytingar hafa afmáð þau einkenni (gluggagerð, klæðning). Húsið hefur annars lítið breyst að forminu til.
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi og hluti sérstakrar götumyndar Kirkjuklaufar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu