Fara í efni

Lindargata 13

Byggingarár: 1874

Heiti: Erlendarhús

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Hallur Ásgrímsson

Lindargata 13. SFA 2018.

Saga: Erlendarhús við Lindargötu 13 reis árið 1874 og stendur við brekkuna utan Ytrilindar. Efniviður í húsið kom tilsniðinn erlendis frá. Fyrir aldamótin 1900 er búið að bæta við tveimur kvistum. Af ljósmyndum frá miðri 20. öld má sjá að húsið hafi verið klætt timburplötum um tíma. Húsið var gert upp að miklu leytið árið 2007 en þá var timburgrind hússins lagfærð og gluggar, hurðar og timburklæðning færð í upprunalegt form.

Lindargata 13. Mynd frá 1987 úr safni Marteins Steinssonar sem varðveitt er í HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - Einstaklega góður fulltrúi húss af dansk-íslenskri timburhúsagerð. Húsið hefur sérstakt útlit vegna kvistanna. 
      • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Elsta hús á Sauðárkróki sem enn stendur. Hallur Ásgrímsson, fyrsti verslunarmaðurinn á Króknum, reisti húsið.
      • Umhverfisgildi - Hátt - Húsið er mjög áberandi í götumyndinni í Lindargötu og blasir við innkomu í gamla bæinn frá norðri.
      • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur lítið breyst og nýlega gert upp í upprunalegum stíl.
      • Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ásigkomulagi.
      • Varðveislugildi - Hátt - Húsið er friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og
        umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu