Fara í efni

Aðalgata 5

Byggingarár: 1928 (elsti hlutinn)

Heiti: Aðalgata 5

Hönnuður: Ekki vitað

Fyrsti eigandi: Steindór Jónsson

Aðalgata 5. SFA 2018.

Saga: Árið 1926 byggði Steindór Jónsson skúrbyggingu norðan af íbúðarhúsi sínu Björk. Árið 1928 byggði Steindór efri hæð á þessa skúrbyggingu og er það fyrsti vísir að því húsi sem enn stendur og er í daglegu tali kallað Bakaríið. Húsið var þá um tíma nýtt til íbúðar á efri hæð og verslunar á neðri hæð en árið 1941 keypti Guðjón Sigurðsson húsið og lét flytja bakarí sitt í bygginguna. Árið 1948 byggði hann áfast við húsið tveggja hæða hús og flutti með fjölskyldu sína á efri hæð hússins og starfrækti bakarí og sjoppu á neðri hæðinni. Alla tíð síðan hefur verið starfrækt bakarí á neðri hæð og íbúð á þeirri eftri. Byggt hefur svo verið við húsið til vesturs í nokkrum áföngum. Húsið hefur því tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, frá því að vera viðbyggður skúr við annað íbúðarhús í það að verða stórt iðnaðar-, verslunar- og íbúðarhús. 

Teikning Björns Guðnasonar frá 1979.

Varðveislugildi:

    • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Húsið hefur tapað upprunalegum einkennum sínum með öllum þeim breytingum sem það hefur gengið í gegnum. Hlutföll hússins hafa gjörbreyst og enginn einn byggingarstíll er ráðandi.
    • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Hluti af verslunarsögu staðarins.
    • Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti götumyndar Aðalgötu og Bjarkarstígs. Fellur ágætlega að nærliggjandi húsum.
    • Upprunalegt gildi - Lágt - Húsið hefur tekið mjög miklum breytingum sem hafa rýrt upprunalegt gildi þess.
    • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í ágætu ástandi og hefur verið haldið við.
    • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi vegna umhverfis og menningarsögu.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu