Fara í efni

Aðalgata 25

Byggingarár: 1960

Heiti: Aðalgata 25

Fyrsti eigandi: Rafmagnsveitur ríkisins

Hönnuður: Sigvaldi Thordarson

Aðalgata 25. SFA 2018.

Saga: Steinsteypt íbúðarhús á tveimur hæðum við Aðalgötu 25. Húsið var byggt af Rafmagnsveitum ríkisins árið 1960 en fór síðar í eigu einkaaðila. Húsið hefur ekki tekið miklum breytingum frá upphaflegri gerð. Handriði við stiga hefur verið breytt og húsið málað alhvítt.

Aðalgata 25 í kringum 1987. Ljósmyndari Marteinn Steinsson. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - Módernískur byggingarstíll. Gott dæmi um höfundarverk Sigvalda Thordarsonar.
   • Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús.
   • Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið er hluti af götumynd nyrsta hluta bæjarins. Þetta hús, ásamt Rafstöðvarbyggingu sunnan við, mynda ákveðna heild en þau standa samt sem áður á milli tveggja eldri timburhúsa frá aldamótum.
   • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur lítið sem ekkert breyst.
   • Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ástandi.
   • Varðveislugildi - Hátt - Varðveislugildi vegna áberandi stíleinkenna. Mætti færa í upprunalegu litina til að halda enn frekar í
    höfundaverk Sigvalda Thordarsonar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu