Fara í efni

Skógargata 8

Byggingarár: 1927

Heiti: Brekka

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Sölvi Jónsson

Skógargata 8. ES 2018.

Saga: Húsið Brekka er byggt árið 1927 af Sölva Jónssyni en hann byggði húsið utan um Guðfinnuhús sem var reist árið 1896 og hvarf því inn í Brekku. Fyrsta rafstöðin á Sauðárkróki var sett upp við hlið hússins árið 1922. Árið 1935 var byggður áfastur bílskúr við húsið. Húsinu hefur lítið verið breytt að öðru leyti frá upprunalegu útliti 

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Húsið er portbyggt steinsteypuhús sem er byggt í timburhúsastíl.
      • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Fyrsta rafstöðin á Sauðárkróki var sett upp hér árið 1922.
      • Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti götumyndar.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Aðalhúsið hefur haldið sér að forminu til en byggt hefur verið við húsið og þær byggingar hafa ekki styrkt gildi þess.
      • Tæknilegt ástand - Lágt - Húsið þarfnast viðhalds.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur gildi vegna byggingarlistar og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu