Fara í efni

Lindargata 5

Byggingarár: 1930

Heiti: Borgarey

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Gunnþórunn Sveinsdóttir

Lindargata 5. SFA 2018.

Saga: Húsið Borgarey við Lindargötu 5 er steinsteypt hús byggt árið 1930 af Gunnþórunni Sveinsdóttur en hún starfrækti verslun í kjallara hússins um árabil. Húsinu hefur lítið verið breytt frá upphaflegu útliti nema það var lengt að aftanverðu út frá kvisti og notað sem forstofa fyrir rishæð. Gluggum var breytt frá upprunalegri gerð fyrir 1985. Lítill bílskúr úr timbri var byggður 1959 áfastur við norðurhlið hússins og síðar settir þakgluggar á húsið.

Borgarey á stríðsárunum. Mynd úr safni HSk. Atb 780.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Húsið er steinsteypuhús byggt í timburhúsastíl. Ágætur fulltrúi þess byggingarstíls.
      • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Íbúð og verslun Gunnþórunnar Sveinsdóttur verslunar- og listakonu.
      • Umhverfisgildi - Hátt - Húsið er mikilvægur hluti götumyndarinnar við Lindargötu og fellur ágætlega inn í umhverfið þótt það
        standi, ásamt öðrum húsum við Lindargötu, nokkuð óreglulega við götuna.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur lítið breyst fyrir utan viðbyggingu að aftan.
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi vegna menningarsögu og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu