Fara í efni

Brekkugata 3

Byggingarár: 1935

Heiti: Grænabrekka

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Árni Rögnvaldsson og Sveinn Nikódemusarson

Brekkugata 3 (húsið sem er nær). SFA 2018.

Saga: Húsið Grænabrekka er tveggja hæða steinsteypt hús byggt af Árna Rögnvaldssyni og Sveini Nikódemussyni. Hefur lítið verið breytt utan við gluggagerð og viðbyggingu að vestan (aftan).

Brekkugata 3. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Einfalt og látlaust steinsteypuhús. Stendur áfast við Brekkugötu 5 en þau eiga lítið sameigilegt hvað byggingarstíl varðar.
      • Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús. Hefur lítið menningarsögulegt gildi.
      • Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið stendur við Brekkugötu og mjög áberandi í landslaginu þar sem það stendur ofan annarrar
        byggðar og ber við Nafirnar. Samsvarar sér ágætlega við Brekkugötu 1 en illa við Brekkugötu 5.
      • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur lítið breyst.
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur sterk áhrif á ásynd bæjarins vegna staðsetningar sinnar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu