Fara í efni

Skógargata 11

Byggingarár: 1898

Heiti: Guttó

Hönnuður:

Fyrsti eigandi

Skógargata 11. SFA 2018.

Saga: Húsið Gúttó er timburhús byggt árið 1898. Byggingin hófst 1897 en lauk ekki fyrr en eftir áramót. Það var Góðtemplarastúkan Gleym mér ei sem stóð fyrir smíði hússins en Steindór Jónsson var yfirsmiður þess. Húsið reis á lóð Vigfúsar Melsteð söðlasmiðs. Húsið var stækkað með viðbótarbyggingu um áramótin 1903-1904 sem gegndi hlutverki senu í leik- og kvikmyndasýningum. Viðbyggingin gjörbreytti notkunarmöguleikum hússins og varð það miðstöð leiklistar í héraðinu uns Félagsheimilið Bifröst reis áratugum síðar. Á ljósmyndum frá 1950-1960 má sjá að lítil viðbygging hafi verið byggð á suðausturhorni hússins. Viðbygging þessi mun hafa verið notuð sem geymsla. Á þessum myndum má einnig sjá að búið var að klæða húsið með bárujárni og breyta gluggagerð. Árið 2015 var salarhluti hússins gerður upp, hann klæddur með timburklæðningu og settir gluggar og hurðir í upprunalegri mynd. Skátahreyfingin Eilífsbúar höfðu húsið til umráða um langt skeið en nú síðast hefur húsið verið miðstöð áhugamanna um listmálun.

Skógargata 10b stuttu eftir byggingu. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - 19. aldar timburhús af lágrisgerð (tilbrigði við norsk-íslenska gerð).
   • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Eitt af elstu húsum bæjarins. Húsið hefur gegnt mikilvægu hlutverki frá upphafi og hýst ýmsa félags- og menningarstarfsemi.
   • Umhverfisgildi - Hátt - Hluti 19. aldar húsa timburhúsa sem eru lítil og látlaus. Merkar leifar 19. aldar þorpsins og eldra
    skipulags. Húsið er hluti götumyndar Skógargötu og stendur á horni hennar og Bjarkarstígs.
   • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur breyst nokkuð frá upphafi en aðalhúsið stendur óbreytt að formi til. 
   • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi, aðalhúsið er nýlega uppgert.
   • Varðveislugildi - Hátt - Húsið er friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og
    umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu