Hlaðvarpsþættir tileinkaðir flökkurum og förufólki. Í þáttunum munum við fjalla um flakkara almennt, en margir þeirra voru á ferli um Skagafjörð og gjörvallt landið á 19. öldinni og koma mikið við sögu í ævisögum og sagnaþáttum þess tíma. Þá er fjallað um einstaka flakkara og munu fyrstu þættirnir fjalla um Sölva Helgason. Síðar munu koma þættir um Myllu-Kobba og Jóhann sálarháska. Handritsgerð og hlaðvarpsstjórnun var í höndum Kristínar Sigurrósar Einarsdóttur. Viðmælendur: Jón Jónsson þjóðfræðingur, Stefán Ágústsson íslenskufræðingur og Hjalti Pálsson ritstjóri. Lesarar auk Kristínar: Kári Gunnarsson og Ragnheiður Halldórsdóttir.