Héraðsskjalasafn Skagfirðinga varðveitir fjölmargar ljósmyndir og ljósmyndasöfn. Hér áður fyrr var sá háttur hafður á að ljósmyndir voru ekki skráðar sem hluti af skjalasafni og þær flokkaðar eftir myndefni og stærð. Fyrir vikið voru heildstæð söfn oft á tíðum slitin í sundur. Nú er horft á ljósmyndir sem hluta af skjalasafni og því eru skjöl og ljósmyndir skráð í sama safn. Héraðsskjalasafnið hefur lagt niður gamla myndagrunninn og skráir ljósmyndir með öðrum skjölum í atom.skagafjordur.is. Hér má sjá þau stafrænu afrit ljósmynda sem komin eru inn á skráningarsíðu safnsins.
Ljósmyndasöfn
Hér að neðan er listi yfir nokkur heildstæð ljósmyndasöfn sem varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga og finna má á skráningarsíðu safnsins:
- Ljósmyndasafn Adolfs Björnssonar (1916-1976) rafveitustjóra á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Adolfs Björnssonar- viðbót (1916-1976) rafveitustjóra á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Arnar Erhards Þorkelssonar (1953-) frá Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Árna Á. Blöndal (1929-2017) bóksala á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Árna Sveinssonar (1892-1965) bónda og kennara á Kálfsstöðum í Hjaltadal
 - Ljósmyndasafn Ásdísar Vilhelmsdóttur (1926-) frá Hofsósi
 - Ljósmyndasafn Ásdísar Vilhelmsdóttur-viðbót (1926-) frá Hofsósi
 - Ljósmyndasafn Björns Björnssonar (1943-)
 - Ljósmyndasafn Björns Frímannssonar (1876-1960) og Ingibjargar Frímannsdóttur (1871-1953)
 - Ljósmyndasafn Björns Jónssonar (1932-2010)
 - Ljósmyndasafn Brodda Jóhannessonar (1900-1950) frá Framnesi
 - Ljósmyndasafn Bruno Schweizer (1897-1958)
 - Ljósmyndasafn Egils Jónassonar (1901-1932) á Völlum
 - Ljósmyndasafn Erlendar Hansen (1924-2012) framkvæmdastjóra á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Erlu Gígju Þorvaldsdóttur (1939-) frá Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Eyþórs Stefánssonar (1901-1999) tónlistarmanns á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Fréttablaðsins Feykis (1980-2005)
 - Ljósmyndasafn Friðvins Þorsteinssonar (1897-1983) á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Garðars Víðis Guðjónssonar (1932-2018)
 - Ljósmyndasafn Gísla Víðis Björnssonar (1947-) frá Framnesi
 - Ljósmyndasafn Guðjóns Ingimundarsonar (1915-2004)
 - Ljósmyndasafn Guðjóns Sigurðssonar (1908-1986) bakara á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Guðrúnar Erlu Ásgrímsdóttur (1927-2013) á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Péturs Hannessonar (1893-1960) og Hannesar Péturssonar (1931-)
 - Ljósmyndasafn Helga Dags Gunnarssonar (1956-)
 - Ljósmyndasafn Indíönu Sigmundsdóttur (1909-1995) frá Vestara-Hóli
 - Ljósmyndasafn Ingrid Hansen (1884-1960)
 - Ljósmyndasafn Jean Valgard Blöndal (1902-1965)
 - Ljósmyndasafn Jóns Norðmanns Jónassonar (1898-1976) kennara á Selnesi á Skaga
 - Ljósmyndasafn Kára Jónssonar (1933-1991) stöðvarstjóra og fréttaritara á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Kristjáns C. Magnússonar (1900-1973) verslunarmanns á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Michelsen-fjölskyldunnar
 - Ljósmyndasafn Minnýjar Gunnlaugar Leósdóttur (1934-2002) á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Pálínu Sigríðar Jóhannesdóttur (1870-1950) á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Sigfúsar Sigurðssonar (1910-1988) frá Nautabúi
 - Ljósmyndasafn Sigrúnar M. Jónsdóttur (1900-1997) á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Sigurgeirs Angantýssonar (1939-2012) á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn UMSS (1910-)
 - Ljósmyndasafn Vesturfarar
 - Ljósmyndasafn Fréttablaðsins Feykis (1981-)
 - Ljósmyndasafn Gunnars Helgasonar og Sigurlaugar Jónsdóttur
 - Ljósmyndasafn Kára Jónssonar (1933-1991) á Sauðárkróki
 
Sífellt er verið að vinna að skráningu ljósmynda á safninu. Hér er listi yfir söfn sem munu bráðlega vera birt á skráningarsíðu safnsins:
- Ljósmyndasafn Daniel Bruun
 - Ljósmyndasafn Jóhannesar Geirs Jónssonar (1927-2003) myndlistarmanns
 - Ljósmyndasafn Marteins Steinssonar (1909-2004) á Sauðárkróki
 - Ljósmyndasafn Páls Jónssonar (1909-1985)
 - Ljósmyndasafn Þórðar Péturssonar Sighvats (1909-1993)
 - Ljósmyndasafn Edward Hemmert
 - Ljósmyndasafn Hjalta Pálssonar (1947-)
 - Ljósmyndasafn Jóns Norðmanns Jónssonar (1898-1976) á Selnesi
 - Ljósmyndasafn Sigurðar Jóhanns Gíslasonar (1893-1983) fræðimanns og kennara
 - Ljósmyndasafn Stefán Pedersens (1936-)
 
Að lokum er rétt að nefna að safnið varðveitir nokkuð ljósmyndasafn frá ljósmyndaranum Pétri Inga Björnssyni sem rak um nokkurt skeið ljósmyndastofu á Sauðárkróki.