Fara í efni

Ljósmyndasafn

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga varðveitir fjölmargar ljósmyndir og ljósmyndasöfn. Hér áður fyrr var sá háttur hafður á að ljósmyndir voru ekki skráðar sem hluti af skjalasafni og þær flokkaðar eftir myndefni og stærð. Fyrir vikið voru heildstæð söfn oft á tíðum slitin í sundur. Nú er horft á ljósmyndir sem hluta af skjalasafni og því eru skjöl og ljósmyndir skráð í sama safn. Héraðsskjalasafnið hefur lagt niður gamla myndagrunninn og skráir ljósmyndir með öðrum skjölum í atom.skagafjordur.is. Hér má sjá þau stafrænu afrit ljósmynda sem komin eru inn á skráningarsíðu safnsins.

Ljósmyndasöfn
Hér að neðan er listi yfir nokkur heildstæð ljósmyndasöfn sem varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga og finna má á skráningarsíðu safnsins:

Sífellt er verið að vinna að skráningu ljósmynda á safninu. Hér er listi yfir söfn sem munu bráðlega vera birt á skráningarsíðu safnsins:

 • Ljósmyndasafn Daniel Bruun
 • Ljósmyndasafn Fréttablaðsins Feykis
 • Ljósmyndasafn Gunnars Helgasonar (1929-2007) á Sauðárkróki
 • Ljósmyndasafn Jóhannesar Geirs Jónssonar (1927-2003) myndlistarmanns
 • Ljósmyndasafn Kára Jónssonar (1933-1991) á Sauðárkróki
 • Ljósmyndasafn Marteins Steinssonar (1909-2004) á Sauðárkróki
 • Ljósmyndasafn Páls Jónssonar (1909-1985) 
 • Ljósmyndasafn Þórðar Péturssonar Sighvats (1909-1993)
 • Ljósmyndasafn Edward Hemmert
 • Ljósmyndasafn Hjalta Pálssonar (1947-)
 • Ljósmyndasafn Jóns Norðmanns Jónssonar (1898-1976) á Selnesi
 • Ljósmyndasafn Sigurðar Jóhanns Gíslasonar (1893-1983) fræðimanns og kennara
 • Ljósmyndasafn Stefán Pedersens (1936-)

Að lokum er rétt að nefna að safnið varðveitir nokkuð ljósmyndasafn frá ljósmyndaranum Pétri Inga Björnssyni sem rak um nokkurt skeið ljósmyndastofu á Sauðárkróki.