Fara í efni

Skagfirðingabók 2020

Sögufélag Skagfirðinga hélt hóf í tilefni af útgáfu Skagfirðingabókar 2020. Útgáfuhófið var haldið í Safnahúsinu 3. október 2020. Aðalgrein Skagfirðingabókar 2020 er æviágrip Guðjóns Ingimundarsonar, íþróttakennara á Sauðárkróki eftir Sölva Sveinsson. Eftirtaldir aðilar ávörpuðu gesti: Hjalti Pálsson: Skagfirðingabók 2020 - Sölvi Sveinsson: Guðjón Ingimundarson - Birgir Guðjónsson: Guðjón og Bogga - Sólborg Una Pálsdóttir: Einkaskjalasafn Guðjóns Ingimundarsonar. Upptaka var í höndum Kristínar Sigurrósar Einarsdóttur.