Byggingarár: 1942
Heiti: Sólarborg
Hönnuður: Ingólfur Nikódemusarson
Fyrsti eigandi: Hjörtur Laxdal
Saga: Húsið Sólarborg við Lindargötu 1 er steinsteypt hús á tveimur hæðum. Fyrsta varðveitta teikningin af húsinu gerir ráð fyrir þremur hæðum. Fyrsti eigandi var Hjörtur Laxdal. Húsið hefur verið gert upp að utan og skipt um glugga og hurðir ásamt því að tengja húsið við Lindargötu 3. Það er nú notað til gistingar á vegum Hótel Tindastóls (Lindargötu 3). Húsið er fast upp við Lindargötu 3 (Hótel Tindastóll) sem er eitt af elstu húsum bæjarins. Þegar Sólarborg var byggð var ástand Hótel Tindastóls mjög slæmt og stóð til að rífa húsið. Þetta útskýrir nálægð þessara tveggja húsa.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Tvílyft, reisulegt, steinsteypuhús frá miðri 20. öld. Húsið ber með sér einkenni funksjónalisma (valmaþak, horngluggar). Húsið stendur fast upp við Lindargötu 3 en þessi tvö hús eiga lítið sameiginlegt.
- Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús og verslun, nú hótel. Hefur lítið menningarsögulegt gildi.
- Umhverfisgildi - Lágt - Húsið stendur í Kristjánsklauf og mjög áberandi í götumyndinni frá Aðalgötu séð. Húsið er eitt af stóru
steinsteypuhúsunum í gamla bænum sem sprengja stærðarskala og hafa neikvæð áhrif á umhverfið. - Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur lítið breyst, fyrir utan gluggagerð sem var breytt árið 2012.
- Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ástandi.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Hús í góðu ástandi en hefur neikvæð áhrif á Hótel Tindastól, eitt elsta hús á Sauðárkróki.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu