Fara í efni

Aðalgata 22

Byggingarár: 1930

Heiti: Baldur

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Haraldur Júlíusson

Aðalgata 22. SFA 2018.

Saga: Baldur er steinsteypt tveggja hæða hús, byggt árið 1930 af Haraldi Júlíussyni verslunarmanni og stendur við Aðalgötu 22. Á sama stað stóð áður hús sem bar einnig nafnið Baldur en það var að mestum hluta rifið árið 1929 þegar húsið sem nú stendur var byggt. Í húsinu hefur alla tíð verið starfrækt verslun á neðri hæð og íbúð á efri hæð. Fyrst var húsið portbyggt með risi en síðar var byggð efri hæð sem var og er nýtt sem íbúð.

Húsið nýlega byggt. Mynd úr safni HSk.

 Varðveislugildi:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Vegna breytinga á húsinu ber það fyrst og fremst merki stílbrigða og tíðaranda miðrar 20. alda.
   • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Í húsinu hefur verið starfrækt verslun frá byggingu þess og verið í eigu feðganna Haraldar Júlíussonar og Bjarna Haraldssonar.
   • Umhverfisgildi - Lágt - Húsið stendur sem hluti af rýminu við Kaupvangstorg sem þó er illa afmarkað og óhirt.
   • Upprunalegt gildi - Lágt - Húsið er í þokkalegu ástandi.
   • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur einkum varðveislugildi sökum langrar og merkilegrar verslunarsögu.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu