Fara í efni

Skógargata 17b

Byggingarár: 1901

Heiti: Sauðá/Brimgarður

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Guðmundur Jónsson

Skógargata 17b. SFA 2018.

Saga: Húsið, sem upphaflega bar heitið Brimgarður, var lítið timburhús sem stóð fyrir neðan Bræðrabúð við Aðalgötu 22 b. Það var reist af Guðmundi Jónssyni frá Miklagarði árið 1901. Húsið var flutt af Kristjáni Hansen frá Sauðá árið 1915 og kallaðist húsið upp frá því Sauðá. Þar stendur húsið enn við Skógargötu 17b. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að gera húsið upp í upprunalegri mynd.

Brimgarður um 1910. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - Húsið hefur áður verið flokkað sem dansk-íslenskt timburhús en hefur nokkuð lægra ris en venja er með slík hús. Sérstætt.
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Eitt af eldri húsum bæjarins. Húsið er eitt af þeim gömlu húsum á Sauðárkróki sem hefur verið flutt af grunni sínum og fenginn nýr staður.
   • Umhverfisgildi - Hátt - Húsið er mikilvægur hluti rýmismyndunar við kirkju og Hlíðarstíg.
   • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur verið gert upp í upprunalegri mynd á vel heppnaðan máta.
   • Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er nýlega uppgert.
   • Varðveislugildi - Hátt - Húsið er friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, upprunaleika og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu