Fara í efni

Lindargata 11

Byggingarár: 1936

Heiti: Lindarbrekka

Hönnuður:

Fyrsti eigandi

Lindargata 11. SFA 2018.

Saga: Húsið Lindarbrekka við Lindargötu 11 er steinsteypt og byggt árið 1936 af Bjarna Magnússyni. Ekki er vitað hver var fyrsti eigandi hússins en í fasteignamati frá árinu 1940 er Haraldur Júlíusson skráður eigandi þess. Húsið hefur tekið litlum breytingum frá
upphaflegri gerð nema byggð var sólstofa áföst á vesturhlið hússins.

Lindargata 11. Mynd frá 1987 úr safni Marteins Steinssonar sem varðveitt er í HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Látlaust og einfalt steinsteypuhús.
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Íbúðarhús. Ágætt dæmi um hús alþýðufólks á millistríðsárunum.
   • Umhverfisgildi - Miðlungs - Áberandi hluti götumyndar við innkomu í gamla bæinn að norðan.
   • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur lítið breyst.
   • Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ástandi.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er mikilvægur hluti götumyndar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu