Byggingarár: 1969
Heiti: Aðalgata 20b
Hönnuður: Steingrímur Th. Þorleifsson
Fyrsti eigandi: Hreinn Sigurðsson
Saga: Þetta tveggja hæða steinsteypta hús stendur sem bakhús við Aðalgötu. Það er byggt af Hreini Sigurðssyni. Fyrst var byggð ein hæð árið 1969 en síðar, nánar til tekið árið 1976, var byggð önnur hæð ofan á og stigahús. Bílskúr kom enn síðar áfastur við húsið. Húsið hefur hýst ýmsa starfsemi. Um tíma var starfrækt líkamsræktarstöð með aðstöðu fyrir snyrtifræðinga og sjúkraþjálfara og hárgreiðslustofa var starfrækt í bílskúrshluta hússins. Í dag hýsir húsið veitingastað.
Varðveislugildi:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Húsið hefur ekki varðveislugildi út frá sjónarmiði byggingarlistar.
- Menningarsögulegt gildi - Hátt - Ýmis konar verslun og þjónusta hefur verið í húsinu.
- Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið tilheyrir þeirri röð húsa sem standa við Strandveginn og var áður bakhlið bæjarins.
- Upprunalegt gildi - Hátt - Húsinu hefur lítið sem ekkert verið breytt eftir að efri hæð þess var byggð.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Hús í þokkalegu ástandi og hluti rýmismyndunar milli Aðalgötu 14 og 16.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu