Fara í efni

Aðalgata 4

Byggingarár: 1946

Heiti: Drangey

Hönnuður: Ingólfur Nikódemusarson

Fyrsti eigandi: Sigurður P. Jónsson og Þórður P. Sighvatsson

Aðalgata 2. SFA 2018.

Saga: Húsið Drangey er byggt á árunum 1946-1947 af Þórði P. Sighvatssyni og Sigurði P. Jónssyni. Húsinu var strax skipt þannig að verslun væri á neðri hæð en íbúð á þeirri efri. Verslun hefur verið starfrækt í húsinu alla tíð síðan. Húsið hefur haldist nánast óbreytt að utanverðu fyrir utan að reykháfur var fjarlægður.

 

Húsið Drangey um 1950. Úr safni HSk.

Varðveislugildi:

    • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Steinsteypuhús frá miðri 20. öld með vissum einkennum funksjónalisma (horngluggar).
    • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Á sess í sögu verslunar á Sauðárkróki. Samfelld verslun stunduð í húsinu frá upphafi.
    • Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti af samfelldri götumynd.
    • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsinu hefur nánast ekki verið breytt frá upphafi en því haldið ágætlega við
    • Tæknilegt ástand - Hátt - Ágætlega viðhaldið.
    • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi vegna menningarsögu og sem hluti götumyndar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu