Byggingarár: 1947
Heiti: Salurinn
Hönnuður: Sigurður Sigfússon
Fyrsti eigandi: Helgi Guðmundsson og Sigurður J. Guðmundsson.
Saga: Steinsteypt hús á tveimur hæðum byggt árið 1947 af Helga Guðmundssyni og Sigurði J. Guðmundssyni. Upphaflega átti húsið að vera helmingi stærra. Húsið hefur ekki tekið miklum breytingum frá upphaflegri gerð að öðru leyti en að hafa verið klætt að utan með bárujárnsklæðningu. Á upphaflegu teikningu hússins hefur verið bætt við athugasemd þess efnis að húsið hafi verið endurbætt árið 1965 en ekki er tekið fram í hverju þær breytingarnar fólust.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Stórt steinsteypuhús sem fellur illa að ákveðnum byggingarstíl. Er þó með viss einkenni fúnkis.
- Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús. Hefur lítið menningarsögulegt gildi.
- Umhverfisgildi - Miðlungs - Samsvarar sér ágætlega að nærliggjandi húsum, sérstaklega norðan við húsið.
- Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsinu hefur lítið verið breytt.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er hluti götumyndar og hefur haldið ágætlega upprunaleika.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu