Fara í efni

Aðalgata 21

Byggingarár: 1887

Heiti: Syðribúð, Kaupangur

Hönnuður

Fyrsti eigandi: Valgard Classen

Aðalgata 21. SFA 2018.

Saga: Valgarð Claessen sem áður var verslunarstjóri fyrir L. Popp reisti árið 1887 portbyggt timburhús sem notað var til verslunar og vörugeymslu. Sigurgeir Daníelsson keypti síðar húsið eftir að Claessen flutti til Reykjavíkur árið 1904. Sigurgeir lét stækka húsið og stundaði þar viðskipti í nokkur ár en seldi síðar Kaupfélagi Skagfirðinga húsið. Þá var húsinu breytt mikið og stækkað og var kallað Syðribúð. Á síðari árum hefur húsið verið bárujárnsklætt og skipt um glugga og hurðir. Húsið hýsir nú verkfræðistofuna Stoð.  

Húsið nýlega byggt. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Ágætur fulltrúi byggingarstíls 3. áratugar 20. aldar sem byggir á eldri grunni (19. aldar). Fallegt hús sem sómir sér vel í götumyndinni.
      • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Með eldri húsum bæjarins sem einnig á stóran sess í verslunarsögu staðarins.
      • Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið er mikilvægur hluti götumyndar vestan Aðalgötu og einn hluti rýmisins við Kaupvangstorg.
      • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur haldið stíl sínum þrátt fyrir töluverðar breytingar fyrstu áratugina en litlar breytingar verið gerðar frá 1920.
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
      • Varðveislugildi - Hátt - Friðað sökum aldurs og hefur hátt varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu