Fara í efni

Aðalgata 21a

Byggingarár: 1935

Heiti: Gamla mjólkursamlagið, Samlagið

Hönnuður: Sveinbjörn Jónsson

Fyrsti eigandi: Kaupfélag Skagfirðinga

Aðalgata 21a. SFA 2018.

Saga: Húsið var reist á árunum 1934-1935 og var tekið í notkun sem mjólkursamlag 10. júlí 1935. Sveinbjörn Jónsson teiknaði samlagið og Hróbjartur Jónasson múrarameistari sá um byggingarframkvæmdir. Húsið hefur tekið nokkrum breytingum frá upphaflegri gerð. Í nyrsta hluta á austurhlið hefur verið byrgt fyrir einn glugga af fimm og tveir vikið fyrir iðnaðarhurð. Og á miðbyggingunni hefur verið byrgt fyrir 6 glugga og sett iðnaðarhurð. Þakið hefur verið hækkað á suðurhlutanum. Eftir að mjólkursamlagið flutti í nýtt húsnæði 1951 hefur byggingin hýst ýmsa starfsemi, svo sem fóðurblönduverksmiðju og síðast vinnustofu fyrir fólk með fötlun og sem geymslurými. Húsið er nú í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og framkvæmdir við endurbætur hófust árið 2018.

Samlagið um 1950. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Húsið er byggt í fúnksjónal stíl, höfundarverk Sveinbjörns Jónssonar.
      • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Fyrsta mjólkursamlagið sem reis á Sauðárkrók.
      • Umhverfisgildi - Miðlungs - Mikilvægur hluti götumyndar vestan Aðalgötu en núverandi ástand hússins rýrir ásýnd götumyndarinnar.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsinu hefur verið breytt, settar iðnaðarhurðir og byrgt fyrir glugga. Þær breytingar hafa rýrt  gildi hússins.
      • Tæknilegt ástand - Lágt - Húsið er í slæmu ásigkomulagi en framkvæmdir við endurbætur hófust 2018.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er mikilvægur hluti götumyndar og menningarsögu.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu