Fara í efni

Aðalgata 9

Byggingarár: 1900

Heiti: Miklibær, Jóhannshús

Hönnuður

Fyrsti eigandi: Jóhann Jóhannesson (1870-1914)

Aðalgata 9. SFA 2018.

Saga: Húsið við Aðalgötu 9 er timburhús byggt árið 1900 af Jóhanni Jóhannessyni skósmið. Þá var í húsinu bæði skósmíðaverkstæði og verslun þar sem verslað var með skartgripi, úr, klukkur o.fl. Árið 1900 er húsið nefnt "Skósmiðshús" í sóknamannatali en frá 1901 til 1903 er það nefnt Jóhannshús í sömu skrá. 1904 er Jóhannshús ekki að finna í skránni en þá má finna "Dýrfinnuhús" sem Kristmundur Bjarnason vill meina að sé sama húsið (Saga Sauðárkróks I, 189). Þóra Jóhannsdóttir var með verslun í húsinu um áratuga skeið og seldi einkum textil og matvöru. Síðustu ár hefur íbúð verið á efri hæð og hárgreiðslustofa á neðri hæð. Árið 2011 var farið í endurbætur sem sneru að því að færa húsið í upprunalegt útlit. Það var klætt að utan og nýjir gluggar settir sem samræmdust þeim sem voru upprunalega.

Aðalgata 9. Brot úr markaðsmynd frá 1903. Úr safni HSk.

Varðveislugildi:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - Húsið er gott dæmi um sveitserhús.
      • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Eitt af eldri húsum bæjarins og hluti af verslunarsögu staðarins.
      • Umhverfisgildi - Miðlungs - Mikilvægur hluti götumyndar.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur verið endurgert í upprunalegri mynd.
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í góðu ásigkomulagi.
      • Varðveislugildi - Hátt - Friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis.

 

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu