Tveir á tali
Í þessum hlaðvarpsþætti eru Skagfirðingar teknir tali og rætt við þá um daginn og veginn - ekki síst horfna tíma. Í fyrsta þættinum spjallar Ólöf Andradóttir við Bjarna Haraldsson, verslunarmann á Sauðárkróki.
Jólahlaðvarp. Jól í Árnesi
Í þessu jólahlaðvarpi Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fjallað Ragnheiður Halldórsdóttir um jólin og jólahald í Árnesi á fyrri hluta 20. aldar og byggir umfjöllunina á frásögn Tryggva Emilssonar.
Hernámsárin
Í þessu hlaðvarpi er fjallað um hernámsárin á Sauðárkróki, 1940-1942. Kristín Sigurrós Einarsdóttir spjallar við Ágúst Guðmundsson en hann birti grein um sama efni í Skagfirðingabók árið 2018.
Viðtalið var tekið í tilefni af Norræna skjaladeginum 14. nóvember 2020.
Á flakki um fjörðinn
Hlaðvarpsþættir tileinkaðir flökkurum og förufólki. Fjallað er almennt um flakkara en einnig um einstaka flakkara sem koma mikið við sögu í 19. aldar frásögnum. Byrjum á því að fjalla um Sölva Helgason en síðar koma þættir um Myllu-Kobba og Jóhann sálarháska. Handritsgerð og hlaðvarpsstjórnun: Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Viðmælendur: Jón Jónsson, Stefán Ágústsson og Hjalti Pálsson. Lesarar auk Kristínar: Kári Gunnarsson og Ragnheiður Halldórsdóttir.
Skagfirðingabók 2020
Sögufélag Skagfirðinga hélt hóf í tilefni af útgáfu Skagfirðingabókar 2020. Útgáfuhófið var haldið í Safnahúsinu 3. október 2020. Eftirtaldir aðilar ávörpuðu gesti:
Hjalti Pálsson - Skagfirðingabók 2020
Sölvi Sveinsson - Guðjón Ingimundarson
Birgir Guðjónsson - Guðjón og Bogga
Sólborg Una Pálsdóttir - Einkaskjalasafn Guðjóns Ingimundarsonar