Fara í efni

Aðalgata 11

Byggingarár: 1904

Heiti: Höfði, Stöðin

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Pétur Sighvatsson og Steindór Jónsson

Aðalgata 11. SFA 2018.

Saga: Timburhúsið Höfði var reist af Pétri Sighvatssyni úrsmið og Steindóri Jónssyni trésmið árið 1904. Þar var fyrsta símstöðin sett niður og starfrækt í húsinu til ársins 1954. Pétur og Steindór áttu sitt hvorn helminginn í húsinu og voru þeir þar með vinnustofur sínar í kjallaranum. Byggð var porthæð ofan á húsið árið 1936 og var húsið þá jafnframt klætt með járnklæðningu. Árið 1991 var forstofubygging að framan rifin og tröppur fjarlægðar en þær þóttu ógna umferðaröryggi þeirra sem gengu um gangstéttar Aðalgötunnar. Annar inngangur er bak við hús á vesturhlið. Sama ár var húsið klætt að hluta til með bárujárni og settir nýjir gluggar á austurhlið. Verslunin Drangey var í kjallara hússins um tíma.

Höfði í upprunalegri mynd. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Húsið var á einni hæð, af lágris gerð en er portbyggt í dag. Heldur samt ásýnd eldra húss.
      • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Með eldri húsum bæjarins. Fyrsta símstöðin hýst í þessu húsi, ýmis önnur verslunar- og
        þjónustustarfsemi var einnig í húsinu.
      • Umhverfisgildi - Hátt - Mikilvægur hluti götumyndar Aðalgötu. Hefur yfirbragð eldra húss sem fellur vel að umhverfi elsta
        hluta bæjarins.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Óafturkræfar breytingar gerðar 1936 en húsið heldur enn karekter eldra húss.
      • Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í ágætu ástandi.
      • Varðveislugildi - Hátt - Friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu