Fara í efni

Aðalgata 27

Byggingarár: 1889

Heiti: Helgafell

Fyrsti eigandi: Gísli Sigurðsson

Hönnuður

Aðalgata 27. SFA 2018.

Saga: Húsið Helgafell er byggt árið 1889 og var það upprunalega hluti af skúrum Gránuverslunar og því ekki notað til íbúðar fyrr en í kringum 1920. Árið 1932 sem byggt var við húsið og lengt til norðurs. Árið 1945 var byggður við það skúr samkvæmt fasteignaskrá og er það líklega skúrinn norðan við húsið. 

Helgafell sem beykishús um 1904. Brot úr mynd. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - Húsið er einfalt 19. aldar timburhús og ágætur fulltrúi þess. Þó var það ekki byggt upphaflega sem íbúðarhús.
      • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Húsið var upphaflega pakkhús og beykishús en síðar íbúðarhús. Eitt af elstu húsum bæjarins.
      • Umhverfisgildi - Hátt - Húsið markar upphaf íbúðabyggðar Sauðárkróks að norðan og stendur eitt og sér uppi í hlíðinni við
        Gránuklauf.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Enn má greina upphaflegt form hússins þrátt fyrir viðbyggingar. Breytingarnar hafa ekki breytt stíl húsins.
      • Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ásigkomulagi.
      • Varðveislugildi - Hátt - Friðað vegna aldurs og hefur hátt varðveislugildi.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu