Fara í efni

Kaupvangstorg 1

Byggingarár: 1953

Heiti: Kaupvangstorg 1

Fyrsti eigandi: Sigurður Sigfússon

Hönnuður: Halldór H. Jónsson

Aðalgata 27. SFA 2018.

Saga: Kaupvangstorg 1 var byggt 1953. Halldór H. Jónsson hannaði húsið en Sigurður Sigfússon byggði það. Stuttu eftir það var byggt var þriðju hæðinni bætt við en hún er úr timbri. Gistiheimili hefur verið starfrækt á efri hæðum hússins og ýmis konar verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæð. Í dag eru efri hæðir notaðar til íbúðar.

 

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Steinsteypuhús sem byggt var um miðja síðustu öld. Höfundarverk Halldórs H. Jónssonar en efsta hæðin setur sérstakan svip á húsið.
      • Menningarsögulegt gildi - Lágt - Byggt til verslunar og íbúðar.
      • Umhverfisgildi - Lágt - Húsið er mun stærra en nærliggjandi hús og hefur slæm áhrif á götumyndina. Nánasta umhverfi (Kaupvangstorg) illa hirt.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur lítið breyst eftir að efsta hæðin var byggð. Búið að mála yfir steininguna.
      • Tæknilegt ástand - Lágt - Húsið þarfnast viðhalds.
      • Varðveislugildi - Lágt - Húsið hefur ekkert sérstakt varðveislugildi.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu