Jólahlaðvarp Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Starfsmenn safnsins fjalla um jólin og jólahald frá ýmsum hliðum. Í jólahlaðvarp ársins 2023 er í umsjón Lovísu Jónsdóttur sem segir frá rithöfundinum Þorsteini Jónssyni (Þóri Bergssyni) og jólasögu hans. Í jólahlaðvarpi ársins 2022 flytur Vilborg Pétursdóttir frásögn Guðmundar L. Friðfinnssonar, frá Egilsá í Skagafirði, af jólahaldi í byrjun 20. aldar. Í jólahlaðvarpi ársins 2021 fjallar Eyrún Sævarsdóttir um sveitablöð og er sérstaklega tekin fyrir jólasaga sem birtist í sveitablaðinu Viðari (úr Viðvíkursveit) um áramótin 1915-1916. Í jólahlaðvarpi ársins 2020 fjallaði Ragnheiður Halldórsdóttir um jólahald í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi árið 1920 og byggði umfjöllunina á frásögn Tryggva Emilssonar.