Fara í efni

Aðalgata 19

Byggingarár: 1897

Heiti: Skjaldborg

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Jón Guðmundsson og Sigurður Jónsson

Aðalgata 19. SFA 2018.

Saga: Húsið Skjaldborg er timburhús byggt árið 1897 og var byggt sem tvær íbúðir. Jón Guðmundsson frá Brennigerði byggði suðurhlutann og bjó þar en Sigurður Jónsson frá Hvalnesi norðurhlutann. Seinna var hér apótek og íbúð þeirra Minnu og Ole Bang lyfsala. Þau stækkuðu apótekið með tveimur viðbyggingum til suðurs. Auk viðbygginganna hefur húsið verið forskalað og bæði glugga- og hurðagerð verið breytt. Húsið hefur á síðari árum verið notað til verslunar, sem ljósmyndastofa og síðast sem krá og gistiheimili.

Skjaldborg í kringum 1923-1930. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Húsið hefur enn á sér brag eldra húss þótt ýmsu hafi verið breytt, s.s. gluggum og klæðningu. Viðbyggingar hafa rýrt gildi hússins.
      • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Eitt af elstu húsum bæjarins, hér var apótek og húsið mikilvægt í tengslum við verslunarsögu staðarins.
      • Umhverfisgildi - Hátt - Húsið er mikilvægur hluti götumyndar vestan Aðalgötu.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur breyst töluvert frá upprunalegu útliti en elsti hlutinn heldur þó formi sínu. Forskalað.
      • Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ásigkomulagi.
      • Varðveislugildi - Hátt - Húsið er friðað sökum aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis. Elsti hlutinn ræður varðveislumatinu.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu