Fara í efni

Norræni skjaladagurinn

Frá árinu 2001 hafa opinber skjalasöfn á Norðurlöndum sameinast um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Upphaflega var ákveðið var að annað hvert ár skyldi dagurinn helgaður sameiginlegu norrænu þema. Þess á milli áttu söfnin að hafa frjálsar hendur um val á þema. Árið 2006 var ákveðið að hafa sameiginlegt þema þriðja hvert ár og skyldi þemað ákveðið og kynnt á norrænum skjaladögum árið áður. Það fyrirkomulag hefur haldist að mestu leyti síðan.

Í nokkur ár stóðu Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfn sameiginlega að gerð vefsíðu til að kynna norræna skjaladaginn. Settur er fram fróðleikur um tiltekin skjalaflokk sem tengjast þema ársins. Hér á síðunni má finna framlag Héraðsskjalasafns Skagfirðinga til þessarar vefsíðu síðustu ára.

Eitt markmiða skjaladagsins er að efla vitund fólks um að skjalasöfnin séu tryggir vörslustaðir skjala af hvaða tagi sem er. Fundargerðabækur, bréf, myndir og fleiri skjöl af ýmsu tagi eiga erindi á skjalasöfn. Því er fólk hvatt til að hafa samband við skjalasöfn, ef það hefur undir höndum skjöl sem það veit ekki hvað gera á við, eða vill koma í örugga vörslu.