Fara í efni

Skógargata 14

Byggingarár: 1901/1930

Heiti: Hvammur

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Þorvaldur Þorvaldsson

Skógargata 12 og 14. SFA 2018.

Saga: Þorvaldur Þorvaldsson byggði lítið timburhús áfast við Halldórshús (Skógargötu 12) og kallaði Hvamm. Húsið hefur litlum breytingum tekið frá upphaflegri gerð, nema það hefur verið forskalað (ártal óvíst) og steyptar tröppur fjarlægðar og aðrar úr timbri settar í staðinn. Mögulega hefur nyrsti hluti hússins sem nefnist í dag Skógargata 14 eða Hvammur tilheyrt Skógargötu 12 og er því mun eldri eða frá því um aldamótin 1900 (sjá umfjöllun um Skógargötu 12).

 

Skógargata 14 í kringum 1960. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

    • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Húsið er lítið, látlaust, múrhúðað timburhús frá fyrri hluta 20. aldar.
    • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Dæmi um lítið og látlaust hús alþýðu á krepputímum. Íbúðarhús.
    • Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti götumyndar en hið áfasta hús (Skógargata 12) hefur nokkuð ólíka ásýnd og draga þau því hvort annað niður.
    • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsinu hefur lítið breyst að forminu til en hefur verið forskalað. 
    • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
    • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur fyrst og fremst varðveislugildi sem hluti götumyndar en einnig fyrir sitt menningarsögulegt gildi.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu