Fara í efni

Skógargata 3b

Byggingarár: 1907

Heiti: Hábær

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Kristján Gíslason

Skógargata 3b. Hábær er aftari hluti hússins. SFA 2018.

Saga: Kristján Gíslason kaupmaður, lét byggja húsið Hábæ úr timbri árið 1907 en seldi íbúðirnar strax þegar húsið var tilbúið. Íbúðirnar í húsinu voru þrjár til að byrja með. Byggt hefur verið við húsið bæði til austurs og vesturs og rishæð verið sett ofan á austurhlutann. Húsið hefur verið klætt að utan með bárujárni og glugga/hurðagerð verið breytt.

Skógargata 3b úr yfirlitsmynd frá 1907. Úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - 19. aldar timburhús. Hefur tapað töluvert af stíleinkennum vegna seinni tíma breytinga sem rýrt hefur listrænt gildi hússins.
      • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Með eldri húsum bæjarins. Íbúðarhús.
      • Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti götumyndar. Fellur ágætlega að nærliggjandi húsum.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur breyst töluvert og þær breytingar hafa heldur rýrt upprunaleika hússins.
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu standi.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er friðað vegna aldurs og fellur ágætlega að nærliggjandi umhverfi.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu