Fara í efni

Kirkjutorg 3

Byggingarár: 1931

Heiti: Mikligarður, Rússland

Hönnuður: Steindór Jónsson

Fyrsti eigandi: Sigurgeir Daníelsson

Kirkjutorg 3. SFA 2018.

Saga: Mikligarður (Rússland) stendur við Kirkjutorg og er steinsteypt hús byggt af Sigurgeiri Daníelssyni árið 1931 sem rak sölubúð á neðri hæð hússins um árabil. Það var Steindór Jónsson smiður sem teiknaði húsið en Kristján Sigtryggsson og Jósep Stefánsson voru smiðir þess. Húsið er tvær hæðir og port með kvistum upp af útvegg til vesturs og austurs. Húsinu hefur ekki mikið verið breytt frá upprunalegu útliti, nema útihurðum á vesturvegg verið fækkað um eina en þess í stað sett hurð á suðurstafn (óvíst með ártal). Húsið var í mikilli niðurníðslu um tíma en nú hefur verið skipt um þakjárn og settir nýir gluggar og hurðir. Fyrst var húsinu breytt í gistiaðstöðu á jarðhæð árið 1996 en næstu tveimur hæðum var breytt árin 2003 til 2010. Húsið er nú notað sem gistiheimili.

 

Mikligarður árið 1944. Mynd úr safni Guðjóns Ingimundarsonar. HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Reisulegt og áberandi steinsteypuhús. Hefðbundinn byggingarstíll síns tíma.
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Húsið á sér stað í verslunarsögu bæjarins.
   • Umhverfisgildi - Hátt - Húsið fellur vel að götumynd og umhverfi Kirkjutorgs.
   • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur lítið breyst frá upphafi.
   • Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ástandi.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi fyrir byggingarstíl og umhverfi.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu