Fara í efni

Kambastígur 2

Byggingarár: 1927

Heiti: Þórshamar

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Lárus Blöndal

Kambastígur 2. SFA 2018.

Saga: Húsið Þórshamar við Kambastíg 2 er steinsteypt og byggt af Lárusi Blöndal árið 1927. Húsinu hefur lítið verið breytt frá upprunalegri gerð að undanskilinni viðbyggingu að vestanverðu sem notuð er til inngöngu á efri hæð og svalir á suðurhlið fjarlægðar.

Kambastígur um 1950. Brot úr mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Látlaust tvílyft steinsteypuhús með fúnkis-áhrifum.
      • Menningarsögulegt gildi - Lágt - Hefur ekkert sérstakt menningarsögulegt gildi.
      • Umhverfisgildi - Lágt - Húsið er nokkuð stórt og áberandi miðað við önnur hús við Kambastíg/ Kristjánsklauf. Samsvarar sér
        meira með húsum neðan við.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Form hússins hefur haldið sér. Breytingar á gluggagerð á neðri hæð hafa rýrt upprunalegt gildi hússins.
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Hús í þokkalegu ástandi, samsvarar sér ágætlega við stórar byggingar neðan við það en skyggir á smærri hús ofan við það.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu