Byggingarár: 1958
Heiti: Brekkugata 5
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Magnús Jónsson
Saga: Hús úr holsteini á tveimur hæðum, áfast húsinu Grænahlíð. Hefur líklega lítið breyst frá upprunalegri gerð. Fyrsta brunavirðing hússins finnst ekki.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Tvílyft steinsteypuhús frá seinni hluta 20. aldar. Stendur áfast við Brekkugötu 3 en þau eiga lítið sameigilegt hvað byggingarstíl varðar.
- Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús. Hefur lítið menningarsögulegt gildi.
- Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið stendur við Brekkugötu og mjög áberandi í landslaginu þar sem það stendur ofan annarrar byggðar og ber við Nafirnar. Samsvarar sér illa við nærliggjandi hús. Vegna staðsetningar skyggir það.
- Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur lítið breyst.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Hús í þokkalegu ástandi en vegna stærðar sinnar, stíls og staðsetningar er húsið mjög áberandi í
landslagi.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu