Byggingarár: 1910/1956
Heiti: Hóll
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Eyjólfur Ísaksson
Saga: Hús hlaðið úr vikursteini og múrhúðað, kjallari undir suðurhlið, byggt á árabilinu 1956-1966 og nefnist Hóll.
Áður stóð á sama stað lítið timburhús sem byggt var utan um og var stundum kallað Eyjólfshús eftir eiganda þess en það var byggt árið 1910. Erfitt er að sjá hvar elsti hlutinn, eða hvort eitthvað sé eftir af elsta hlutanum, en mögulega er það nyrsti hluti hússins. Á árunum 1987-1999 var byggð rishæð með kvistum ofan á húsið.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Nýjustu breytingar á húsinu færa húsið til fortíðar með að setja rishæðina ofan á húsið en um leið gefur arkitektinn húsinu svip nútíma-arkitekturs.
- Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Íbúðarhús. Nýjustu breytingar á húsinu höfundaverk Árna Ragnarssonar arkitekts.
- Umhverfisgildi - Lágt - Þetta hús, ásamt Skógargötu 18, sker sig nokkuð úr í götumyndinni bæði hvað varðar stærð og stíl.
- Upprunalegt gildi - Lágt - Húsið hefur gjörbreyst. Lítill hluti hússins er upprunalegur.
- Tæknilegt ástand - Hátt- Húsið er í góðu ástandi.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið sker sig nokkuð úr hvað götumynd varðar en hefur helst gildi vegna byggingarlistar og
menningarsögulegs gildis
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu