Fara í efni

Aðalgata 10a

Byggingarár: 1958

Heiti: Aðalgata 10a

Hönnuður:

Fyrsti eigandi

Aðalgata 10a. SFA 2018.

Saga: Húsið Aðalgata 10a er steinsteypt tveggja hæða hús sem var byggt árið 1958. Húsið hefur lítið breyst frá upphaflegri gerð sinni en í dag hýsir það ljósmyndastofu Stefáns Pedersen og gistiheimili á efri hæð en þar var áður íbúð. Um miðbik 20. aldar voru stór steinsteypt hús byggð fyrir framan eldri hús á svæðinu Aðalgötu 10 til 14. Líklega hefur hugmyndin verið sú að fjarlægja skyldi
eldri húsin en það var ekki gert. Fyrir vikið verður götumyndin á þessum parti nokkuð klúðursleg.

Aðalgata 10. Ljósmyndari Kristján C. Magnússon. Úr safni HSk.

Varðveislugildi:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Ber merki þess að húsið hafi verið byggt með það að leiðarljósi að nýta það takmarkaða rými sem Aðalgatan bauð upp á, á þessum tíma.
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Eitt dæmið um hús í Aðalgötunni sem var byggt sem verslun (neðri hæð) og íbúð (efri hæð).
   • Umhverfisgildi - Lágt - Dæmi um tilraun til þéttingu og þrengingu Aðalgötunnar sem meginverslunargötu bæjarins.
   • Upprunalegt gildi - Hátt - Lítið verið breytt.
   • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Þokkalega viðhaldið.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi sökum staðsetningar sinnar í götumynd.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu