Byggingarár: 1958
Heiti: Aðalgata 10a
Hönnuður:
Fyrsti eigandi:
Saga: Húsið Aðalgata 10a er steinsteypt tveggja hæða hús sem var byggt árið 1958. Húsið hefur lítið breyst frá upphaflegri gerð sinni. Hefur líklega frá upphafi átt að hýsa verslun eða þjónustufyrirtæki á neðri hæðinni en íbúð á efri hæðinni. Lengi hýsti það ljósmyndastofu Stefáns Pedersen á neðri hæðinni. Efri hæðin var yfirleitt nýtt sem íbúð eða gistiheimili. Um miðbik 20. aldar voru stór steinsteypt hús byggð fyrir framan eldri hús á svæðinu Aðalgötu 10 til 14. Líklega hefur hugmyndin verið sú að fjarlægja skyldi eldri húsin en það var ekki gert. Fyrir vikið verður götumyndin á þessum parti nokkuð klúðursleg.
Varðveislugildi:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Ber merki þess að húsið hafi verið byggt með það að leiðarljósi að nýta það takmarkaða rými sem Aðalgatan bauð upp á, á þessum tíma.
- Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Eitt dæmið um hús í Aðalgötunni sem var byggt sem verslun (neðri hæð) og íbúð (efri hæð).
- Umhverfisgildi - Lágt - Dæmi um tilraun til þéttingu og þrengingu Aðalgötunnar sem meginverslunargötu bæjarins.
- Upprunalegt gildi - Hátt - Lítið verið breytt.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Þokkalega viðhaldið.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi sökum staðsetningar sinnar í götumynd.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu