Fara í efni

Skógargata 7

Byggingarár: 1878

Heiti: Bjarnabær

Hönnuður:

Fyrsti eigandi

Skógargata 7. SFA 2018.

Saga: Bjarnabær er lítið timburhús við Skógargötu 7. Heimildir segja að húsið sé að stofninum til sjóbúð og sé því byggt fyrir árið 1874 en þá eignast Jón Bjarnasonar húsið. Á yfirlitsmynd frá 1893 sést torfbær með burst í austurátt á þeim stað sem húsið er nú og má því vera að sá bær sé grunnurinn að því húsi sem stendur nú þó stafn núverandi húss sé með stafn í norður-suður. Húsið hefur því tekið miklum breytingum frá upphaflegri gerð sinni en bærinn hefur farið úr því að vera torfbær í að vera timburhús árunum 1893 -1898. Á yfirlitsmynd frá 1903 má sjá áfastan skúr með einhalla þaki sunnan við húsið en hann virðist hafa verið rifin um/eftir 1935. Byggt hefur verið við húsið til norðurs og er sú bygging með flötu þaki. Timburklæðningin hefur jafnframt verið múrhúðuð.

Skógargata 7 á yfirlitsmynd frá 1898. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Húsið er nokkuð dæmigert fyrir dansk íslenska gerð timburhúsa.
   • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Íbúðarhús, eitt af elstu húsum bæjarins og hlutar hússins er gömul verbúð.
   • Umhverfisgildi - Hátt - Hluti þyrpingu 19. aldar húsa sem eru lítil og látlaus. Þau raðast á óskipulagðan máta vestan megin
    götunnar. Merkar leifar 19. aldar þorpsins og eldra skipulags.
   • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur breyst lítið að forminu til eftir að það varð timburhús um aldamótin 1900 en byggt hefur verið við það skúrbygging að norðan og húsið forskalað.
   • Tæknilegt ástand - Lágt - Húsið þarfnast viðhalds.
   • Varðveislugildi - Hátt - Húsið er friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna menningarsögu og umhverfis

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu