Fara í efni

Aðalgata 1

Byggingarár: 1906

Heiti: Gamla sjúkrahúsið, Safnaðarheimilið

Hönnuður: Jón Þorláksson landsverkfræðingur

Fyrsti eigandi:

 

Saga: Gamla sjúkrahúsið við Aðalgötu 1 er timburhús sem var reist árið 1906 en Jón Þorláksson landsverkfræðingur var fenginn til að teikna sjúkrahúsið. Starfsemi sjúkrahússins færðist í nýja byggingu upp á Sauðárhæðum 1961. Gamla sjúkrahúsið fékk þá nýtt hlutverk. Sauðárkróksbær keypti hlut sýslunnar og hafði húsið til ýmissa afnota um sinn þar til sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju keypti húsið og setti þar á stofn safnaðarheimili. Húsið gegnir enn því hlutverki.

Gamla sjúkrahúsið um 1910. Brot úr mynd HSk.

Varðveislugildi:

    • Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - Stokkbyggt sveitserhús. Húsið hefur haldið stíleinkennum sínum að nokkru þrátt fyrir viðbyggingar og breytingar á klæðningu og gluggagerð.
    • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Fyrsta sjúkrahúsið á Sauðárkróki, síðar safnaðarheimili. Eitt eldri húsum bæjarins og eitt af merkjum uppgangstímabils Sauðárkróks.
    • Umhverfisgildi - Hátt - Mikilvægur hluti götumyndar við Aðalgötu. Markar upphaf Aðalgötu í suður ásamt Gamla barnaskólanum og kirkjunni.
    • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi en þarfnast viðhalds.
    • Varðveislugildi - Hátt - Friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tengingUmfjöllun í skýrslu

Margmiðlunarefni: Aðalgata 1 - Gamla sjúkrahúsið