Fara í efni

Skógargata 5b

Byggingarár: 1898

Heiti: Gísley

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Gísli Þorsteinsson

Skógargata 5b. SFA 2018.

Saga: Lítið timburhús reist árið 1898 við Skógargötu 5b af Gísla Þorsteinssyni verslunarmanni og hefur ýmist verið kallað Gísley eða Gíslahús. Húsinu hefur verið breytt töluvert frá upprunalegu útliti. Breytingarnar virðast eiga sér stað á árunum 1950-1956. Á mynd frá Teiknistofu Skipulagsins sem heitir "Skipulag Sauðárkróks - tillaga að Skógargötu" er húsið enn í upprunalegu formi en á loftmynd frá Landmælingum Íslands frá árinu 1956 hefur því verið breytt. Það hefur verið bæði breikkað og lengt, gluggum fjölgað og húsið verið klætt með timburplötum. Á yfirlitsmyndum frá 1960 má einnig greina að búið er að rífa viðbyggðan skúr.

Skógargata 5b úr yfirlitsmynd frá um 1898. Úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - 19. aldar timburhús af lágrisgerð en hefur misst nokkuð af karekter sínum.
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Íbúðarhús sem þó er með þeim elstu í bænum og gott dæmi um híbýli almúgamannsins. 
   • Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti þyrpingu 19. aldar húsa sem eru lítil og látlaus. Þau raðast á óskipulagðan máta vestan megin götunnar. Merkar leifar 19. aldar þorpsins og eldra skipulags.
   • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur verið stækkað og klætt með timburplötum sem rýra upprunalegt gildi hússins.
   • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er friðað vegna aldurs og er gott dæmi um híbýli almúgans. Mikilvægur hluti götumyndar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu