Fara í efni

Aðalgata 12

Byggingarár: 1897

Heiti: Hof, Fíladelfía

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Carl Knudsen

Aðalgata 12. SFA 2018.

Saga: Timburhúsið Hof við Aðalgötu 12 reisti Carl Knudsen árið 1897 og bjó í því til dauðadags. Hvítasunnusöfnuðurinn hafði húsið síðar sem fundarhús og fékk það þá nafnið Fíladelfía en í dag er það notað til íbúðar. Húsið var fyrst ein hæð með risi en síðar var byggð hæð ofan á og það múrhúðað. Endurbætur standa nú (2018-2019) yfir á húsinu þar sem stendur til að klæða það að utan og skipta um glugga, nýlega hefur verið skipt um þakjárn. Um miðbik 20. aldar voru stór steinsteypt hús byggð fyrir framan eldri hús á svæðinu Aðalgötu 10 til 14. Líklega hefur hugmyndin verið sú að fjarlægja skyldi eldri húsin en það var ekki gert. Fyrir vikið verður götumyndin á þessum parti klúðursleg.

Hof árið 1898. Brot úr ljósmynd sem var tekin af Guðmundi Benediktssyni. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Húsið gjörbreytt frá upprunalegri gerð og erfitt að setja húsið í ákveðinn flokk byggingarstíla vegna þessa.
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Carl Knudsen byggði og bjó í þessu húsi en hann var frumkvöðull á sviði ræktunar matjurta og blóma. Húsið hýsti hvítasunnusöfnuð á Sauðárkróki um árabil. Eitt af elstu húsum bæjarins.
   • Umhverfisgildi - Lágt- Þrengt hefur verið að húsinu með seinna tíma byggingum sem hefur rýrt umhverfisgildi þess. Stendur
    aftar í götumyndinni.
   • Upprunalegt gildi - Lágt - Gjörbreytt frá upprunalegri mynd.
   • Tæknilegt ástand - Lágt - Illa farið en endurbætur hafnar.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er friðað vegna aldurs og hefur gildi vegna menningarsögu.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu