Byggingarár: 1952
Heiti: Gamla pósthúsið
Hönnuður: Húsasmíðameistari ríkisins?
Fyrsti eigandi: Póst- og símamálastjórn
Saga: Gamla pósthúsið við Kirkjutorg er steinsteypt tveggja hæða hús byggt árið 1952. Að öllum líkendum hannaði húsasmíðameistari ríkisins húsið. Póstur og sími hafði starfsstöð sína í húsinu til fjölda ára og var á því tímabili byggð einnar hæðar viðbygging til suðurs. Húsið hefur ekki tekið miklum breytingum að öðru leiti.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Stórt og reisulegt steinsteypuhús í anda síns tíma.
- Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Húsið var reist sem pósthús og þjónaði þeim tilgangi til fjölda ára en á efri hæð þess var íbúð.
- Umhverfisgildi - Hátt - Húsið fellur vel að götumynd og umhverfi Kirkjutorgs.
- Upprunalegt gildi - Hátt - Húsinu hefur lítillega verið breytt en haldið formi sínu. Gluggagerð breytt að hluta og viðbygging í suður.
- Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ástandi.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er mikilvægur hluti rýmismyndunar við Kirkjutorg.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu