Byggingarár: 1913
Heiti: Sæborg
Hönnuður: Ekki vitað
Fyrsti eigandi: Pálmi Pétursson
Saga: Húsið Sæborg er byggt árið 1913 af Pálma Péturssyni verslunarmanni. Smíði hússins hófst vorið 1913 og lauk um haustið. Líklega er húsið fyrsta íbúðarhúsið á Sauðárkróki sem steypt var í föstum mótum og einnig skartaði tveimur hæðum ofan á kjallara. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu og í dag er þar veitingahús á neðri hæð en íbúð á þeirri efri.
Varðveislugildi:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Steinsteypt lágris gerð og hornsneitt.
- Menningarsögulegt gildi - Hátt - Fyrsta íbúðarhúsið á Sauðárkróki sem steypt er í mótum. Hefur hýst ýmsa félags- og þjónustustarfsemi.
- Umhverfisgildi - Miðlungs - Mikilvægur hluti af götumynd með sterk sjónræn áhrif.
- Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur fengið að halda formi sínu en gluggagerð, tröppum og inngangi hefur verið breytt sem breytir ásýnd hússins.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsinu hefur verið haldið við síðustu ár.
- Varðveislugildi - Hátt - Varðveislugildi vegna aldurs og menningarsögu.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu