Fara í efni

Kambastígur 8

Byggingarár: 1928 (uppfærðar upplýsingar)

Heiti: Brattahlíð

Hönnuður: (Þorsteinn Björnsson)

Fyrsti eigandi: Sigurrós Sigurðardóttir

Kambastígur 8. SFA 2018.

Saga: Húsið Brattahlíð er timburhús við Kambastíg 8 og er byggt árið 1928. Sigurrós Sigurðardóttir var fyrsti eigandi þess. Með umsókninni fyrir byggingunni fylgdu teikningar, merktar Þorsteini Björnssyni. Líklega er þetta sá sem byggði húsið fyrir neðan og gekk undir heitinu Bræðratunga (Kambastígur 6). Þorsteinn var smiður svo mögulega teiknaði hann sjálfur húsið sitt og Sigurrós hefur fengið að styðjast við sömu teikningu. Húsið hefur verið lengt og breikkað til norður og vesturs og þaki breytt í ósamhverft mænisþak. Í dag er húsið klætt með hömruðu járni. 

Varðveislugildi - metið 2018:

        • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Lítið og einfalt járnklætt timburhús frá millistríðsárunum.
        • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Ágætt dæmi um íbúðarhús alþýðufólks á millistríðsárunum.
        • Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið stendur í Kristjánsklauf og hluti götumyndar þar.
        • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur breyst nokkuð en heldur formi sínu.
        • Tæknilegt ástand - Lágt - Húsið þarfnast viðhalds.
        • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi sem dæmi um alþýðuhús frá millistríðsárunum og er hluti sérstakrar
          götumyndar Kristjánsklaufar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018. IS-HSk-N00198-A-L1-1. Skjalasafn Sauðárkróks. Gjörðabók byggingarnefndar. 1918-1947. IS-HSk-N00164-B-118. Byggingarnefnd Sauðárkróks: Skjalasafn. Mál 118.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu

Athugsemd: Ósamræmi er á milli byggingarárs í skýrslu og á heimasíðu en ártalið á heimasíðu er rétt.