Fara í efni

Kambastígur 8

Byggingarár: 1925

Heiti: Brattahlíð

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Sigurrós Sigurðardóttir

Kambastígur 8. SFA 2018.

Saga: Húsið Brattahlíð er timburhús við Kambastíg 8 og er byggt árið 1925. Sigurrós Sigurðardóttir var fyrsti eigandi þess. Húsið hefur verið lengt og breikkað til norður og vesturs og þaki breytt í ósamhverft mænisþak. Í dag er húsið klætt með hömruðu járni. 

Varðveislugildi - metið 2018:

        • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Lítið og einfalt járnklætt timburhús frá millistríðsárunum.
        • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Ágætt dæmi um íbúðarhús alþýðufólks á millistríðsárunum.
        • Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið stendur í Kristjánsklauf og hluti götumyndar þar.
        • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur breyst nokkuð en heldur formi sínu.
        • Tæknilegt ástand - Lágt - Húsið þarfnast viðhalds.
        • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi sem dæmi um alþýðuhús frá millistríðsárunum og er hluti sérstakrar
          götumyndar Kristjánsklaufar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu